Upplýsingabæklingur um forsjá
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út upplýsingabækling um forsjá þar sem leitast er við að fjalla um og svara spurningum um forsjá barna. Skýrt er hvað felst í hugtakinu forsjá, hverjir fara með forsjá barns, hvenær forsjá er sameiginleg og hvað felst í sameiginlegri forsjá.
Tilgangurinn með útgáfu bæklingsins er að miðla almennum upplýsingum um þennan mikilvæga málaflokk til foreldra og almennings, svo að allir verði sem best upplýstir um eigin stöðu og rétt barna.Sé óskað nákvæmari og ítarlegri upplýsinga um forsjá og önnur ákvæði barnalaga er unnt að afla þeirra hjá sýslumönnum og í ráðuneytinu.
Upplýsingabæklingurinn mun liggja frammi í ráðuneytinu og hjá öllum sýslumannsembættum. Einnig er hægt að lesa hann á vef dómsmálaráðuneytisins.
Reykjavík 4. janúar 2007