Lög um Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lög um Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) nr. 43 frá 1981 verði endurskoðuð og kannað verði hvort þörf sé á breyttu skipulagi þróunarsamvinnu Íslands. Meðal álitaefna sem skoðuð verða eru kostir og gallar núverandi lagaramma ÞSSÍ, svo og fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands, bæði tvíhliða og á fjölþjóðlegum grundvelli.
Í tengslum við endurskoðunina er nú hægt að koma á framfæri skoðunum, tillögum og athugasemdum um þróunarsamvinnu Íslands á vefsetri utanríkisráðuneytisins.