Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunn- og framhaldsskóla

Menntamálaráðuneyti auglýsir hér með eftir tilboðum í úttektir á sjálfsmatsaðferðum 50 grunnskóla og 10 framhaldsskóla vorið 2007 og haustið 2007

Menntamálaráðuneyti auglýsir hér með eftir tilboðum í úttektir á sjálfsmatsaðferðum 50 grunnskóla og 10 framhaldsskóla vorið 2007 og haustið 2007. Úttektirnar eru gerðar í samræmi við ákvæði 49. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla og 23. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldssskóla.

Gera má tilboð í allar úttektirnar, þ.e. 60 skóla, eða hluta þeirra. Ef gert er tilboð í hluta úttektanna skal miðað við úttektir í 10 framhaldsskólum, 50 grunnskólum eða 25 grunnskólum. Gert er ráð fyrir að úttekt í hverjum skóla sé í höndum tveggja til þriggja manna teymis sem hafi menntun og reynslu á sviði ytri úttekta, sjálfsmats og skólastarfs í grunn- og/eða framhaldsskólum. Menntamálaráðuneyti leggur úttektaraðilum til matstæki við úttektirnar. Æskilegt er að vinna við úttektirnar dreifist ekki á mörg teymi. Í tilboðinu skal felast allur kostnaður við verkið, þ.m.t. kostnaður vegna ferða.

Úttektirnar skulu gerðar á tímabilinu 1. mars til 31. maí og/eða á tímabilinu 15. september til 30. nóvember 2007. Ef boðið er í verkið í heild er æskilegt að það sé unnið á báðum tímabilunum.

Tilboð með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 5. febrúar nk. Nánari upplýsingar, m.a. um staðsetningu skóla og matstæki, veita starfsmenn mats- og greiningarsviðs.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta