Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samþykkt lög á haustþingi

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 11. janúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á síðastliðnu haustþingi Alþingis lagði fjármálaráðherra fram 16 frumvörp til laga. Af þeim frumvörpum voru 13 afgreidd sem lög frá Alþingi fyrir lok haustþings. Þau lög sem samþykkt voru eru eftirfarandi:

  1. Fjáraukalög 2006
  2. Fjárlög 2007
  3. Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt (afturvirk hækkun á eignaviðmiðum vaxtabóta)
  4. Lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og vörugjald (lækkun matarskatts o.fl.)
  5. Lög um breytingu á lögum um ársreikninga (varðandi vanskil á ársreikningi)
  6. Lög um breytingu á lögum um lífeyrissjóði (hækkun lágmarksiðgjalds úr 10% í 12% o.fl.)
  7. Lög um breytingu á lögum um olíugjald (breyting á refsiákvæðum og framlenging tímabundinnar lækkunar olíugjalds)
  8. Lög um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna (framlenging umsýslugjalds)
  9. Lög um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (varðandi eign lífeyrissjóða í óskráðum ríkisskuldabréfum)
  10. Lög um breytingu á lögum um tryggingagjald (lækkun tryggingagjalds og jöfnun á örorkubyrði lífeyrissjóða)
  11. Lög um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (framlenging tímabundinnar lækkunar vörugjalds af bifreiðum með vélar sem nýta metangas eða rafmagn í stað bensíns eða dísilolíu)
  12. Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt (lækkun tekjuskatts, hækkun persónuafsláttar o.fl.)
  13. Lög um breytingu á tollalögum (varðandi innflutning á ökutækjum með erlend skráningarnúmer o.fl.)

Á komandi vorþingi mun þingleg meðferð þeirra þriggja frumvarpa sem ekki urðu að lögum á haustþingi halda áfram. Um er að ræða frumvarp til laga um opinber innkaup (ný heildarlög vegna innleiðingar EES gerða), frumvarp til laga um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs (gjald fyrir leyfi til grafískra hönnuða) og frumvarp til lokafjárlaga 2005. Fyrri tveimur frumvörpunum hefur verið vísað til efnahags- og viðskiptanefndar en hið þriðja bíður fyrstu umræðu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta