Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Tímabundin breyting á áritunarreglum til landa í Karabíska hafinu

Utanríkisráðuneytinu hefur borist tilkynning um að íslenskir ferðamenn þurfi vegabréfsáritun til að ferðast til eftirfarandi landa í Karabíska hafinu á tímabilinu 15. janúar til 15. maí 2007. Eftir að þessu tímabili lýkur þurfa íslenskir ferðamenn aðeins áritun til Antígva og Barbúda og Gvæjana.

Antígva og Barbúda
Barbadoseyjar
Dóminíka
Grenada
Gvæjana
Jamaíka
Sankti Kristófer og Nevis (St. Kitts and Nevis)
Sankti Lúsía
Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
Trínidad og Tóbagó

Ráðuneytinu barst tilkynning 12. janúar 2007 frá bandalagi Karabískra ríkja (CARICOM), um að herða þyrfti öryggiskröfur á svæðinu vegna Cricket World Cup 2007.

Ákveðið hefur verið að mynda sameinginlegt flugsvæði 10 ríkja (Single Domestic Space) á meðan mótinu stendur. Gerð er krafa um vegabréfsáritun inn á svæðið fyrir íslenska ferðamenn á tímabilinu 15. janúar til 15. maí 2007.

Nánari upplýsingar um ofangreint má finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins eða á heimasíðu CARICOM (Carribean Community Secretariat) en þar eru einnig að finna umsóknareyðublöð.

Heimasíða CARIOM: www.caricomimpacs.org eða http://www.caricom.org/jsp/cwc_2007/caricom_special_visa.jsp?menu=cwc.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta