Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útgjöld félagsmálaráðuneytis vegna framkvæmdar laga um málefni fatlaðra

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 11. janúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á árinu 1998 námu útgjöld félagsmálaráðuneytis vegna framkvæmdar laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra 3.023 m.kr. á verðlagi þess árs.

Í fjárlögum árið 2007 eru sömu útgjöld 8.282 m.kr. Það er 174% hækkun frá árinu 1998 eða árleg meðalhækkun sem nemur tæpum 12%.

Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 47% eða 4,4% á ári að meðaltali. Vísitala samneyslu, en það er vísitala sem mælir verðhækkanir á opinberri þjónustu, hefur hins vegar hækkað um 68% eða tæp 6% á ári að meðaltali.

Útgjöld félagsmálaráðuneytisins 1998-2007 vegna framkvæmdar laga um málefni fatlaðra

Á myndinni er þróun útgjalda félagsmálaráðuneytis vegna málefna fatlaðra samkvæmt reikningi sýnd á verðlagi hvers árs fyrir árin 1998 til 2005. Fyrir árið 2006 eru útgjöld miðuð við fjárlög og fjáraukalög og fjárlög vegna ársins 2007.

Í tímabilinu var m.a. unnið í samræmi við áætlun nefndar er lagði til styttingu biðlista eftir þjónustu við fatlaða en því átaki lauk á árinu 2005. Með lögum nr. 133/2005 var ákveðið að ráðstafa 1.000 milljónum króna af söluandvirði Landssíma Íslands hf. til uppbyggingar búsetuúrræða og þjónustu við geðfatlaða.

Markmið átaksins er að á árunum 2006-2010 verði í áföngum dregið svo úr biðtíma eftir búsetu- og þjónustuúrræðum fyrir geðfatlað fólk utan hefðbundinna geðheilbrigðisstofnana að hann verði viðunandi í lok tímabilsins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta