Viðræður Íslendinga og Breta um samstarf á sviði öryggismála
Íslenskir embættismenn áttu í dag fundi í Lundúnum með breskum embættismönnum um samstarf þjóðanna um öryggismál á Norður-Atlantshafi o.fl. Rætt var um atriði er varða sameiginlega hagsmuni og hvernig mætti hugsanlega auka samstarf Íslands og Bretlands. Ákveðið var að skoða frekar hagnýta valkosti til samstarfs og er annar fundur ráðgerður á Íslandi.