Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipun í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað dr. Halldór Björn Runólfsson í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2007 næstkomandi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað dr. Halldór Björn Runólfsson í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2007 næstkomandi. Menntamálaráðuneyti bárust alls átta umsóknir um embættið.

Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 stundaði Halldór Björn listnán í Barcelona, 1970-1971 og listnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-1973. Frá 1973 - 1979 var Halldór Björn við nám í listasögu og almennri sagnfræði við Háskólann í Toulouse í Frakklandi og lauk þaðan BA-prófi í almennri sagnfræði og meistaraprófi í listasögu og fornleifafræði. Í mars 2006 lauk hann doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París.

Halldór Björn hefur víðtæka og fjölþætta starfsreynslu. Hann hefur m.a. kennt nútíma- og samtímalistasögu og er nú lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann hefur einbeitt sér að íslenskri og erlendri samtímalist og ritað og þýtt verk á því sviði. Hann var myndlistarrýnir við Morgunblaðið um árabil, ritstjóri fyrir hönd Íslands við erlend myndlistartímarit og hefur setið sem dómnefndarfulltrúi fyrir Íslands hönd við Carnegie myndlistarverðlaunin. Halldór Björn var aðalsýningarstjóri Norrænu listamiðstöðvarinnar (NIFCA) í Helsinki í um fjögur ár og stjórnaði þar uppsetningu og fjármögnun á fjölmörgum sýningum og listviðburðum um öll Norðurlönd og víðar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta