Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2007 Matvælaráðuneytið

Samkomulag um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

Sameiginleg fréttatilkynning

frá sjávarútvegsráðuneyti og utanríkisráðuneyti

Samkomulag náðist um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á fundi Íslands, Noregs, Evrópusambandsins, Rússlands og Færeyja í nótt. Stjórn veiðanna hefur verið í uppnámi frá árinu 2003 og á nýliðnu ári nam veiði umfram vísindaráðgjöf u.þ.b. þriðjungi. Því var mikilvægt að koma böndum á veiðarnar til að stöðva ofveiði úr stofninum.

Samningurinn felur í sér að heildarafli á þessu ári verði 1.280.000 tonn sem er í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES).

Samkvæmt samningnum verður hlutur ríkjanna úr heildarveiðinni eftirfarandi:

Ísland: 14,51%

Noregur: 61%

ESB: 6,51%

Rússland: 12,82%

Færeyjar: 5,16%

Veiðiheimildir árið 2007 verða eftirfarandi:

Ísland: 185.728 tonn

Noregur: 780.800 tonn

ESB: 83.328 tonn

Rússland: 164.096 tonn

Færeyjar: 66.048 tonn

Samkvæmt samningnum hefur Ísland aukinn aðgang til síldveiða innan norskrar lögsögu en í þeim samningum sem í gildi voru árin 1996 – 2002. Íslensk skip hafa ótakmarkaðan veiðiaðgang á Jan Mayen-svæðinu, auk þess sem þau hafa heimild til að taka allt að 18,6% af veiðiheimildum Íslendinga í norskri fiskveiðilögsögu norðan 62°N.

Samninganefndirnar voru sammála um mikilvægi samningsins fyrir sjálfbæra nýtingu síldarstofnsins.

Samninganefnd Íslendinga var skipuð Stefáni Ásmundssyni sjávarútvegsráðuneytinu, sem var formaður nefndarinnar, Ragnari Baldurssyni utanríkisráðuneytinu og Friðriki Arngrímssyni LÍÚ.

18. janúar 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta