Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þróunarsjóður grunnskóla 2007

Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í grunnskólum skólaárið 2007-2008 á eftirtöldum sviðum:

Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í grunnskólum skólaárið 2007-2008 á eftirtöldum sviðum:

A. Að læra að læra, vinnubrögð og verklag í námi
Auglýst er eftir umsóknum sem snúast um vinnubrögð og verklag í námi, að læra að læra. Leitað er eftir fjölbreyttum útfærslum þar sem beitt er ýmis konar aðferðum til markvissra vinnubragða og verklags nemenda í námi. Sóst er sérstaklega eftir verkefnum sem leggja áherslu á sjálfsvitund og sjálfstæði nemenda þar sem þeir læra jafnframt tiltekin vinnubrögð. Verkefnin geta tekið til þekktra aðferða en einnig til frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs. Óskað er eftir verkefnum sem varða að minnsta kosti eitt af þremur stigum grunnskólans. Verkefnin geta fallið að einni eða fleiri námsgreinum, bóklegum og/eða verklegum.

B. Heildarskipulag kennsluhátta og samfella milli skólastiga
Auglýst er eftir umsóknum þar sem skólar leggja fram áætlun um þróun kennsluhátta á ákveðnum sviðum eða aldursstigum, með fjölbreytni að leiðarljósi. Sóst er eftir verkefnum þar sem lögð er áhersla á samfellu milli skólastiga, annars vegar leik- og grunnskóla og hins vegar grunn- og framhaldsskóla í samræmi við samkomulag menntamálaráðuneytis og Kennarasambands Íslands um tíu skref til sóknar í skólastarfi.

C. Jafnréttisfræðsla í skólastarfi
Auglýst er eftir umsóknum sem snúast um jafnréttisfræðslu í grunnskólum í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla. Einkum er leitað eftir þróun á aðferðum við kennslu sem geta nýst öðrum skólum.

D. Önnur þróunarverkefni
Unnt er að sækja um styrki til hvers kyns þróunarverkefna en svið A, B og C njóta forgangs að öðru jöfnu.

Símenntun, rannsókn og ráðgjöf - SRR í Kennaraháskóla annast umsýslu með sjóðnum og veitir nánari upplýsingar, rannsokn.khi.is/upplysingavefur, netfang [email protected]. Reglur um sjóðinn og ýmsar aðrar upplýsingar er einnig þar að finna og á vef menntamálaráðuneytis, menntamalaraduneyti.is.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi. Rafræn umsóknareyðublöð og upplýsingar um fylgigögn eru aðgengilegar á vef Símenntunar, rannsóknar og ráðgjafar- SRR, rannsokn.khi.is/upplysingavefur

Umsóknir skulu hafa borist Símenntun, rannsóknum og ráðgjöf - SRR fyrir kl. 16:00 mánudaginn 5. mars 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta