Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Svar utanríkisráðuneytis til kaldastríðsnefndar

Utanríkisráðuneytið hefur sent formanni svonefndrar „kaldastríðsnefndar" meðfylgjandi svar við erindi nefndarinnar þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum um gögn í skjalasafni ráðuneytisins sem snerta öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á árunum 1945 til 1991.

Í samræmi við stefnu ráðherra um opnari stjórnsýslu birtast hér á heimasíðu ráðuneytisins fylgiskjöl með bréfi ráðuneytisins er varða reglur og helstu þjóðréttarsamninga Atlantshafsbandalagsins um meðferð trúnaðarupplýsinga. Flest þessara skjala hafa ekki verið gerð almenningi aðgengileg áður.

Svarbréf utanríkisráðuneytisins til kaldastríðsnefndar

  1. Reglur utanríkisráðherra um meðferð trúnaðarskjala, dags. 17. maí 1968 (.pdf)
  2. Minnisblað um opinberan aðgang að skjölum Atlantshafsbandalagsins, dags. 15. janúar 2007 (.pdf)
  3. Stefnuyfirlýsing Atlantshafsbandalagsins um aðgang að skjölum þess (.pdf)
  4. Auglýsing nr. 3/1965 um samning um kjarnorkuupplýsingar (.pdf)
  5. Samningur aðildarríkja Norður-Atlantshafssamningsins um öryggi upplýsinga frá 6. mars 1997 (.pdf)
  6. Öryggisreglur Atlantshafsbandalagsins, C-M (55) 15 Final "Security within the North Atlantic Treaty Organisation", 3. útgáfa 15. október 1997 (.pdf 13,3 MB)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta