Svar utanríkisráðuneytis til kaldastríðsnefndar
Utanríkisráðuneytið hefur sent formanni svonefndrar „kaldastríðsnefndar" meðfylgjandi svar við erindi nefndarinnar þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum um gögn í skjalasafni ráðuneytisins sem snerta öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á árunum 1945 til 1991.
Í samræmi við stefnu ráðherra um opnari stjórnsýslu birtast hér á heimasíðu ráðuneytisins fylgiskjöl með bréfi ráðuneytisins er varða reglur og helstu þjóðréttarsamninga Atlantshafsbandalagsins um meðferð trúnaðarupplýsinga. Flest þessara skjala hafa ekki verið gerð almenningi aðgengileg áður.
Svarbréf utanríkisráðuneytisins til kaldastríðsnefndar
- Reglur utanríkisráðherra um meðferð trúnaðarskjala, dags. 17. maí 1968 (.pdf)
- Minnisblað um opinberan aðgang að skjölum Atlantshafsbandalagsins, dags. 15. janúar 2007 (.pdf)
- Stefnuyfirlýsing Atlantshafsbandalagsins um aðgang að skjölum þess (.pdf)
- Auglýsing nr. 3/1965 um samning um kjarnorkuupplýsingar (.pdf)
- Samningur aðildarríkja Norður-Atlantshafssamningsins um öryggi upplýsinga frá 6. mars 1997 (.pdf)
- Öryggisreglur Atlantshafsbandalagsins, C-M (55) 15 Final "Security within the North Atlantic Treaty Organisation", 3. útgáfa 15. október 1997 (.pdf 13,3 MB)