Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Tómas Ingi Olrich, sendiherra, afhenti hinn 22. janúar Jóhanni Karli Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Spáni með aðsetur í París. Viðstaddir afhendinguna voru Alfonso Sanz-Portololés, prótókollstjóri konungs, Raimundo Perez Ernandez y Torra, prótókollsstjóri utanríkisráðuneytisins, stallari konungs Alberto Aza, Ricardo Díez-Hochleitner Rodríguez, starfsmannastjóri konungs og Luis Calvo Merino, vararáðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins.

Að afhendingu lokinni átti sendiherrann fund með konungi og Luis Calvo Merino, vararáðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og ræddu þeir ýmis samskipti ríkjanna, m.a. framboð Íslands til öryggisráðsins og samningana um stækkun hins evrópska efnahagssvæðis.

Þá átti sendiherra einnig fundi með háttsettum embættismönnum utanríkisráðuneytisins, sem fara með málefni S.þ. og embættismönnum í sjávarútvegsráðuneytinu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta