Listi yfir löggilta meistara og hönnuði kominn á heimasíðu ráðuneytisins
Lista yfir löggilta hönnuði og meistara á byggingasviði er nú að finna hér á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Hægt er að nálgast hann undir liðnum löggildingar, vinstra megin á síðunni.
Aðeins þeir hönnuðir sem hafa hlotið löggildingu ráðherra eða hafa öðlast rétt til að leggja fram uppdrætti fyrir gildistöku eldri byggingarlaga,1. janúar 1979, hafa rétt til að leggja fram uppdrætti vegna byggungarleyfis. Hönnuðir skulu árita teikningar sínar og þannig ábyrgjast að hönnun sé faglega unnin og í samræmi við lög og reglugerðir um byggingarmál.
Aðeins þeir iðnmeistarar sem hafa leyfi ráðherra eða viðurkenningu byggingarnefndar sbr. ákvæði til bráðabirgða geta borið ábyrgð á einstökum verkþáttum við byggingarframkvæmdir. Iðnmeistari ber ábyrgð gagnvart byggingarstjóra og eiganda byggingarframkvæmda á að þeir verkþættir sem hann tekur að sér að hafa umsjón með séu unnir í samræmi við viðurkennda verkhætti, samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Hann skal áður en hann kemur itl verksins staðfesta ábyrgð sína fyrir byggingarfulltrúa."