Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2007 Dómsmálaráðuneytið

Orkustjórnunarkerfi í nýtt varðskip

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku ganga í dag frá samningi um innleiðingu Maren orkustjórnunarkerfi Marorku í nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar. Nýja varðskipið er fyrsta skip sinnar tegundar búið Maren orkustjórnunarkerfi en við það opnast ný og spennandi tækifæri fyrir Marorku

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku ganga í dag frá samningi um innleiðingu Maren orkustjórnunarkerfi Marorku í nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar. Nýja varðskipið er fyrsta skip sinnar tegundar búið Maren orkustjórnunarkerfi en við það opnast ný og spennandi tækifæri fyrir Marorku.

Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar verður með fullkominn stjórnbúnað, tvær aðalvélar og fjórar ljósavélar og verður rafmagnsframleiðsla alls allt að 5.400 kW. Mikilvægt er að rekstur skipsins verði sem hagkvæmastur og liður í því er að nota vélar á sem hagkvæmastan hátt. Með Maren orkustjórnunarkerfinu fæst betri orkunýting sem auk hagræðingar felur í sér minni mengun og losun CO2. Samningurinn felur í sér kaup á búnaði, þjálfun og kennslu áhafnar og þjónustusamningi til tveggja ára en með því móti er tryggt að búnaðurinn nýtist sem best.

Maren orkustjórnunarkerfið er þróað, framleitt og markaðsett af Marorku. Marorka er íslenskt hátækni sprotafyrirtæki með starfsemi í 5 löndum. Meðal viðskiptavina Marorku í dag eru margar af helstu skipaútgerðum bæði hér heima og erlendis. Auknar kröfur útgerða um betri orkunýtingu og sparnað í olíunotkun hefur stutt sókn Marorku og hvatt til áframhaldandi rannsókna og uppbyggingar fyrirtækisins frá stofnun þess 2002.

Reykjavík 23. janúar 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta