Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagsetningar samræmdra prófa í 10. bekk í grunnskólum vorið 2008

Til skólastjóra og skólanefnda grunnskóla

Samræmd lokapróf verða lögð fyrir í sex námsgreinum í 10. bekk vorið 2008, sbr. reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskólum nr. 414/2000 og aðalnámskrá grunnskóla frá 1999. Námsgreinar sem prófað verður úr eru: íslenska, danska, enska, náttúrufræði, samfélagsgreinar og stærðfræði.
Ákvörðun um dagsetningar prófdaga í 10. bekk byggir á sömu forsendum og undanfarin ár. Byrjað er á þeim námsgreinum sem lengstan tíma tekur að fara yfir og prófatímabili lýkur með prófi sem meginþorri nemenda þreytir. Einnig er tekið mið af því að helgar og dagar milli prófa nýtist nemendum til undirbúnings fyrir próf þar sem námsefni er mikið.

Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2008 verða sem hér segir:

  • Íslenska miðvikudagu 30. apríl  kl. 9.00-12.00
  • Náttúrufræði  föstudagur 2. maí   kl. 9.00-12.00
  • Samfélagsgreinar mánudagur 5. maí   kl. 9.00-12.00
  • Danska   þriðjudagur 6. maí   kl. 9.00-12.00
  • Stærðfræði  fimmtudagur 8. maí   kl. 9.00-12.00
  • Enska   föstudagur 9. maí   kl. 9.00-12.00

Ákvörðun um prófdaga samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2008 er tekin í samráði við Námsmatsstofnun  sem sér um framkvæmd prófanna. Stofnunin sendir síðar nánari leiðbeiningar um framkvæmd prófanna.


 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta