Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Fundir utanríkisráðherra í Liechtenstein, Brussel og Davos

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur á morgun í opinbera heimsókn til Liechtenstein og mun þar meðal annars eiga fundi með forsætis- og utanríkisráðherra Liechtenstein.

Á föstudaginn mun utanríkisráðherra sitja utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel þar sem einkum málefni Afganistans og Kósóvó verða á dagskrá.

Á laugardaginn mun utanríkisráðherra sitja fundi EFTA ríkjanna og Egyptalands og Indónesíu, sem haldnir verða í Davos í Sviss.

Heimkoma ráðherra er fyrirhuguð sunnudaginn 28. janúar n.k.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta