Útgjöld til háskóla og rannsókna hafa aukist um 176%
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 18. janúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Samkvæmt fjárlögum 2007 nema útgjöld til háskóla og rannsókna 21,7 milljörðum króna.
Á tímabilinu 1998 til ársins 2007 hafa útgjöldin til málefnaflokksins aukist um 13,9 milljarða króna sem samsvarar 176% aukningu. Sé á sama tímabili tekið tillit til verðlagsbreytinga nemur aukningin 87%.
Hlutfallslega hafa útgjöldin aukist einna mest hjá Háskólanum á Akureyri og hjá Háskólanum í Reykjavík. Þess ber einnig að geta að fjölgun brautskráðra nemenda af háskólastigi á Íslandi nemur um 88% á tímabilinu 1998 til ársins 2005.