Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Liechtenstein

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Rita Kieber-Beck utanríkisráðherra Liechtenstein
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Rita Kieber-Beck utanríkisráðherra Liechtenstein

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 010

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Ritu Kieber – Beck utanríkisráðherra Liechtenstein. Á fundinum voru sameiginleg hagsmunamál landanna rædd, meðal annars stækkun evrópska efnahagsvæðisins og málefni EFTA og Heimsviðskiptastofnunarinnar. Þá ræddu ráðherrarnir um þróunarmál og möguleika á auknum samskiptum á sviði menningarmála.

Þá átti utanríkisráðherra fund með Otmar Hasler forsætisráðherra Liechtenstein þar sem rædd voru tvíhliða samskipti þjóðanna.

Opinberri heimsókn utanríkisráðherra lauk nú síðdegis með móttöku í boði Alois erfðaprins Liechtenstein. Á morgun situr Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Brussel.



Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Rita Kieber-Beck utanríkisráðherra Liechtenstein
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Rita Kieber-Beck utanríkisráðherra Liechtenstein

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta