Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra

FRÉTTATILYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 011

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var í Brussel. Meginumræðuefni fundarins voru aðgerðir bandalagsins í Afganistan og staða mála í Kósóvó.

Í máli sínu greindi utanríkisráðherra meðal annars frá þeim fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda að styðja enn frekar við endurreisnarstarf og uppbyggingu í Afganistan.

Þá sat ráðherra fund með ýmsum samstarfsríkjum bandalagsins og fulltrúum alþjóðastofnanna, auk utanríkisráðherra Afganistan, og hádegisverðarfund með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins.

Á morgun mun utanríkisráðherra eiga fundi í Davos með ráðherrum annarra EFTA ríkja og Indónesíu og Egyptalandi.



Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta