Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Undirritun fríverslunarsamnings við Egyptaland

Undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Egyptalands
Undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Egyptalands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 012

Í dag undirritaði Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Egyptalands í Davos í Sviss.

Fríverslunarsamningurinn nær fyrst og fremst til vöruviðskipta. Samkvæmt samningnum fella Egyptar niður tolla á vörur aðrar en landbúnaðarvörur í áföngum. Þá felur samningurinn í sér tollkvóta fyrir flestar mikilvægustu sjávarafurðir Íslands. Kvótarnir stækka eftir ákveðnu fyrirkomulagi á sex ára tímabili sem að lokum leiðir til fullrar fríverslunar.

Tollar á tilteknum landbúnaðarvörum eru lækkaðir eða felldir niður með tvíhliða samningum milli Egyptalands og hvers EFTA-ríkis fyrir sig. Á móti fær Ísland markaðsaðgang fyrir lifandi hross til Egyptalands og 2000 tonna tollkvóta fyrir lambakjöt. Ísland veitir tollfrjálsan aðgang fyrir nokkrar mikilvægar útflutningsvörur Egypta á sviði landbúnaðar og má þar m.a. nefna ýmiss konar ávexti, grænmeti, plöntur og unnar landbúnaðarvörur.



Undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Egyptalands
Undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Egyptalands

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta