Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þensla á fasteignamarkaði gengin niður

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 25. janúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins kemur fram að árið 2006 tók að hægja á og síðan draga úr eftirspurn á íbúðamarkaði.

Eftir mikla aukningu á framboði nýrra fjölbýlisíbúða á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár hefur sú staða nýlega komið upp að nokkuð er um óseldar nýjar eignir.

Nafnverð íbúða hefur staðið sem næst í stað frá miðju síðastliðnu ári en raunverð miðað við neysluvísitölu hefur tekið að lækka. Hraði verðbreytinga hefur einnig minnkað óðfluga og var í desember 2006 kominn undir verðbólgu mælda með vísitölu neysluverðs. Gert er ráð fyrir samdrætti íbúðafjárfestinga 2007.

Miðað við síðustu vísbendingar um kaupáform heimilanna, hækkun verðtryggðra vaxta á íbúðalánamarkaði og að íbúðabyggingar hafi farið langt fram úr langtímaleitni er áætlað að samdrátturinn í ár nemi um 5%. Árið 2008 er spáð að íbúðafjárfesting dragist minna saman, eða um tæp 2%. Meðfylgjandi mynd sýnir greinilega að sú þensla sem einkenndi fasteignamarkaðinn árið 2005 er nú gengin niður.

Velta og verð á íbúðarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu 2004-2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta