Handbók fyrir rafræn innkaup í XML er komin út
Komnar eru út samnorrænar leiðbeiningar um notkun XML staðalsins UBL 2.0 frá OASIS. Í þeim er tekið tillit til þarfa Íslendinga. Þar með er leiðin greið fyrir samræmdar XML sendingar rafrænna reikninga, pantana og vörulista.
Handbókina er að finna á vef ICEPRO
Verkefnið var styrkt myndarlega af Fjármálaráðuneytinu, Iðanaðar- og Viðskiptaráðuneytinu, Samtökum Atvinnulífsins, Samtökum Iðnaðarins og Samtökum Banka og Verðbréfafyrirtækja.
Tíu manna Tækninefnd tók þátt í endurskoðun og um 55 aðilar fengu drög til umsagnar.
ICEPRO hefur unnið náið með NES (North-European Subset) hópnum allt árið 2006, eða allar götur frá því að ráðstefnan um rafræna reikninga var haldin í janúar það ár.
Sjá nánari upplýsingar á www.icepro.is, eða í síma 510-7102.