Uppsagnir fangavarða
Fangelsismálastofnun ríkisins hafa borist uppsagnir frá 39 fangavörðum sem starfa í fangelsum ríkisins, þar sem þeir segja upp störfum frá og með 1. maí nk.
Kjarasamningar við fangaverði eru í gildi. Annars vegar er í gildi aðalkjarasamningur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og SFR frá 1. maí 2005 og gildir hann til 30. apríl 2008. Hins vegar er í gildi stofnanasamningur Fangelsismálastofnunar og SFR fyrir hönd fangavarða frá 1. maí 2006. Fangaverðir hafa farið fram á að launakjör þeirra verði bætt umfram það sem framangreindir samningar gera ráð fyrir.
Af hálfu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar verður beitt þeim lagalegum úrræðum, sem fyrir hendi eru, þegar aðstæður sem þessar skapast.
Reykjavík 31. janúar 2007