Fornleifasjóður 2007
Fornleifasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum skv. 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. Veittir verða styrkir til verkefna sem stuðla að rannsóknum og varðveislu á fornleifum og forngripum. Umsóknarfrestur er til 5. mars 2007. Á fjárlögum 2007 eru 25 milljónir króna til ráðstöfunar. Úthlutunarreglur sjóðsins nr. 73/2004 eru birtar í Stjórnartíðindum og á vef menntamálaráðuneytis, menntamalaraduneyti.is. Þar að auki mun stjórnin fylgja þeirri meginreglu að leitast við að dreifa styrkjum svo jafnt milli landshluta sem unnt er.
Umsóknir, í fjórum eintökum, sendist stjórn fornleifasjóðs, menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.