Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sérkennsla í Evrópu- námsúrræði að barnaskólastigi loknu

Hjálagt er til fróðleiks nýtt rit frá Evrópumiðstöð fyrir þróun í sérkennslu (The European Agency for Development in Special Needs Education), Sérkennsla í Evrópu (2. bindi). Námsúrræði að barnaskólastigi loknu.

Til grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla, skólaskrifstofa og ýmissa hagsmunaaðila

Hjálagt er til fróðleiks nýtt rit frá Evrópumiðstöð fyrir þróun í sérkennslu (The European Agency for Development in Special Needs Education), Sérkennsla í Evrópu (2. bindi). Námsúrræði að barnaskólastigi loknu. Um er að ræða yfirlitsskýrslu yfir þær upplýsingar sem teknar hafa verið saman um sérkennslumál á vegum Evrópumiðstöðvarinnar og fjallað er um þrjú meginviðfangsefni á því sviði: Nám án aðgreiningar og kennslufræði í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum, aðgengi nemenda með sérþarfir að stofnunum á háskólastigi og innan þeirra og umskipti úr skóla yfir í atvinnulífið.

Evrópumiðstöðin er sjálfstæð stofnun sem menntamálaráðuneyti 28 Evrópulanda standa að. Eitt meginmarkmið með starfsemi Evrópumiðstöðvarinnar er að stuðla að umbótum í sérkennslu í Evrópu og auka samstarf Evrópulanda á því sviði. Útgáfa ritanna á þjóðtungum þátttökulanda, er styrkt af Evrópusambandinu. Einnig er bent á vefsíðu Evrópumiðstöðvarinnar: www.european-agency.org, en þar má finna ritið á tölvutæku formi og ýmsa gagnagrunna sem tengjast þessu málefni svo og ýmsar upplýsingar um sérkennslumál í Evrópu.

Bryndís Sigurjónsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla er sérstakur samstarfsaðili Evrópumiðstöðvarinnar fyrir Íslands hönd. Fyrirspurnum skal beint til hennar í netfangið: [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta