Ársfundur stjórnarnefndar Umhverfisstofnunar Sþ
Dagana 5.-9. febrúar fer fram fundur í stjórnarnefnd Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum UNEP í Nairobi í Kenýa. Fulltrúar Íslands á fundinum eru Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, og Danfríður Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu.
Auk hefðbundinna starfa varðandi starfsáætlun og fjárlög stofnunarinnar næstu tvö árin verður á fundinum sérstaklega rætt um hnattvæðingu og umhverfismál og hvernig efla má starf Sameinuðu þjóðanna að umhverfismálum á komandi árum.
Hægt er að fylgjast með framvindu fundarins á heimasíðu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.