Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs skipuð

Með tilvísun til 15. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga hefur félagsmálaráðherra skipað ráðgjafarnefnd sem starfa skal fram að næstu sveitarstjórnarkosningum.

Í nefndina eru skipuð samkvæmt tilnefningu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Aðalmenn:

Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað,

Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar í Grundarfjarðarbæ,

Páley Borgþórsdóttir, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjabæ,

og Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar í Blönduóssbæ.

Varamenn:

Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg,

Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ,

Guðmundur R. Gíslason, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð,

og Ellý Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarkaupstað.

 

Formaður nefndarinnar skipaður án tilnefningar er Herdís Sæmundardóttir, varaþingmaður, og varaformaður skipaður með sama hætti er Guðjón Bragason, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu.

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að greiða sveitarfélögum framlög til jöfnunar á mismunandi tekjumöguleikum þeirra og útgjaldaþörf. Sjóðnum er ætlað að tryggja að sveitarfélög geti gegnt lögboðnum verkefnum sínum.

Félagsmálaráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs og tekur ákvarðanir um úthlutun framlaga úr sjóðnum, annarra en bundinna framlaga, að fengnum tillögum ráðgjafarnefndarinnar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta