Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Eldri borgarar og atvinnutekjur

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 1. febrúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samspil atvinnutekna og greiðslna almannatrygginga virkar í grundvallaratriðum þannig að ákveðið hlutfall af atvinnutekjum kemur til lækkunar á greiðslum almannatrygginga.

Með nýlegum breytingum á almannatryggingum er dregið verulega úr tengingu bóta almannatrygginga við atvinnutekjur.

Atvinnutekjur og greiðslur úr almannatryggingum

Í fyrsta lagi var almennt hlutfall tekjutengingar lækkað úr 45% í 39,95% (fer í 38,35% árið 2008) á tekjutryggingu, í öðru lagi var sett ákveðið frítekjumark á atvinnutekjur og í þriðja lagi teljast einungis 60% af atvinnutekjum til útreikninga á greiðslur almannatrygginga og því lækkar hlutfall tekjutengingar á tekjutryggingu úr 45% í 23,6%. Einnig er nú hægt að fresta töku lífeyris gegn hærri framtíðargreiðslum úr almannatryggingum. Samsvarandi breytingar voru gerðar hvað örorkulífeyrisþega varðar.

Myndin sýnir samspil greiðslna almannatrygginga og atvinnutekna einstæðra einstaklinga á ellilífeyrisaldri. Borin er saman staðan í byrjun árs 2006 við stöðuna í byrjun árs 2007 á grundvelli sömu atvinnutekna á mánuði. Gráu súlurnar sýna tekjurnar m.v. ársbyrjun 2006 og þær bláu stöðuna m.v. ársbyrjun 2007.

Neðri hluti súlnanna sýnir atvinnutekjurnar og efri hlutinn uppbótina úr almannatryggingum. Hækkunin á uppbótinni úr almannatryggingum er frá 16%. Miðað við t.d. 200 þús.kr. atvinnutekjur á mánuði hækkar greiðsla almannatrygginga meira en fimmfalt. Þeir sem hafa hærri atvinnutekjur, eða um 250 þús.kr. á mánuði njóta góðs af lækkun á hlutföllum tekjutengingar. Þeir fá um 50 þús.kr. greiðslu úr almannatryggingum ofan á 250 þús.kr. atvinnutekjur og verða því heildartekjurnar um 300 þús.kr. á mánuði. Á árinu 2006 fékk slíkur einstaklingur ekki neina greiðslu úr almannatryggingum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta