Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýjar dagsetningar samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2008

Hinn 22. janúar sl. var yður sent bréf með dagsetningum samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskólum vorið 2008.

Til skólastjóra og skólanefnda grunnskóla

Hinn 22. janúar sl. var yður sent bréf með dagsetningum samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskólum vorið 2008. Vegna ábendinga um að óheppilegt sé að síðasti prófdagur sé á föstudegi hefur menntamálaráðherra ákveðið nýjar dagsetningar fyrir prófin, sbr. hér að neðan.

Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2008 verða sem hér segir:

  • Íslenska þriðjudagur 29. apríl kl. 9.00-12.00
  • Enska miðvikud. 30. apríl kl. 9.00-12.00
  • Náttúrufræði föstudagur 2. maí kl. 9.00-12.00
  • Samfélagsgreinar mánudagur 5. maí kl. 9.00-12.00
  • Danska þriðjudagur 6. maí kl. 9.00-12.00
  • Stærðfræði fimmtudagur 8. maí kl. 9.00-12.00

Breyting á ákvörðun um prófdaga samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2008 er tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna. Stofnunin sendir síðar nánari leiðbeiningar um framkvæmd prófanna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta