Samkomulag um samstarf á sviði menningarmála
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um samstarf ráðuneytanna á sviði menningarmála. Samkomulagið felur það í sér, að samstarf ráðuneytanmna á þessu sviði skuli styrkt. Jafnframt skal mörkuð stefna, sem meðal annars taki mið af því að efla áhuga erlendis á íslenskri list og menningu, auka möguleika og áhrif íslenskra listamanna á alþjóðlegum vettvangi ,bæta menningarímynd Íslands og auka gagnkvæm menningarsamskipti við önnur lönd og menningarsvæði.
Ráðuneytin munu á yfirstandandi ári hvort um sig leggja fé af mörkum til þessa. Stefnt er að því að auka fjárframlögin í áföngum á næstu árum.
- Samkomulag um samstarf á sviði menningarmála (Word, 28 Kb)