Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vaxtajöfnuður ríkissjóðs jákvæður

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 8. febrúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Vaxtajöfnuður ríkissjóðs, þ.e. munurinn á vaxtatekjum og vaxtagjöldum, var jákvæður á síðasta ári og batnar frekar í ár skv. áætlun fjármálaráðuneytisins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá jöfnuðinn í milljörðum króna á föstu verðlagi 2007 miðað við vísitölu neysluverðs. Sjá má að jöfnuðurinn batnar óslitið frá 1995 til ársins 2002 en versnar tímabundið á árunum 2003-2005. Vaxtajöfnuðurinn stefnir svo í að vera jákvæður fyrir árin 2006 og 2007 eins og áður segir.

Helsti áhrifaþáttur í þessari þróun er lækkun hreinna skulda, en eins og fjallað var um í vefriti fjármálaráðuneytsins 25. janúar síðastliðinn hafa hreinar skuldir ríkissjóðs lækkað umtalsvert á undanförnum árum. Aðrir þættir hafa einnig haft áhrif á þróunina, m.a. breytt skuldasamsetning óverðtryggðra og verðtryggðra lána, gengisþróun, vaxtastig og sú tiltekt.

Jöfnuður vaxtatekna ríkissjóðs 1995-2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta