Fjórar nýjar greinanámskrár í grunnskóla
Í janúar 2007 sendi menntamálaráðuneytið bréf til þess að vekja athygli á breytingum á almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla sem taka gildi 1. ágúst 2007. Þar kom fram að á árinu yrðu einstakir námsgreinahlutar gefnir út í endurskoðaðri útgáfu. Breytingar á námskránum taka mið af þróun skólastarfs undanfarin ár. Nú hafa fjórar greinanámskrár verið gefnar út á rafrænu formi á námskrárvef ráðuneytisins. Þetta eru:
- Aðalnámskrá grunnskóla : heimilisfræði (PDF - 382KB)
- Aðalnámskrá grunnskóla : íþróttir, líkams- og heilsurækt (PDF - 951KB)
- Aðalnámskrá grunnskóla : kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði (PDF - 424KB)
- Aðalnámskrá grunnskóla : listgreinar (PDF - 1MB)