Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á drögum að nýrri námskrá: Aðalnámskrá framhaldsskóla; starfsnám þjónustugreina

Grunnnám þjónustugreina - Verslunarbraut - Skrifstofubraut

Til skólameistara/rektora framhaldsskóla og hagsmunaaðila í atvinnulífinu


Kynning á drögum að nýrri námskrá: Aðalnámskrá framhaldsskóla; starfsnám þjónustugreina, á vef menntamálaráðuneytisins.

Grunnnám þjónustugreina - Verslunarbraut - Skrifstofubraut

Menntamálaráðuneyti hefur birt drög að nýrri námskrá fyrir starfsnám þjónustugreina, á vef sínum, menntamalaraduneyti.is.

Aðalnámskrá starfsnáms þjónustugreina er ný námskrá unnin að frumkvæði starfsgreinaráðs skrifstofu- og verslunargreina. Hún kemur í stað viðskiptabrautar í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2004. Þjónustustörf hafa tekið nokkrum breytingum á síðustu árum, m.a. vegna nýrra áherslna á markaði og aukinna krafna viðskiptavina og atvinnulífs um góða þjónustu. Námskrá starfsnáms þjónustgreina miðar að því að skilgreina meginatriði í námi og kennslu greinanna. Meginmarkmið námsins er að veita grunnþekkingu og færni á sviði skrifstofu- og verslunarstarfa og þjálfa verklega færni og hæfni sem nýtist nemendum til starfa á vinnumarkaði, auk þess að veita almenna menntun. Í námskránni er að finna markmið og áfangalýsingar fyrir nám í þjónustugreinum og verslunarstörfum.

Námskrárdrögin verða til kynningar á framangreindu vefsvæði næstu þrjár vikurnar eða til 9. mars 2007. Á þeim tíma gefst hagsmunaaðilum og almenningi kostur á að senda athugasemdir og ábendingar um námskrána í heild, eða einstaka þætti hennar, til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er hægt að senda athugasemdir á netfangið [email protected] .

Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið gera nauðsynlegar lagfæringar á námskránni, staðfesta hana og senda auglýsingu um gildistöku hennar til birtingar í Stjórnartíðindum. Námskráin verður að því loknu birt á námskrárvef ráðuneytisins. Farið er fram á að efni þessa bréfs sé kynnt þeim sem málið varðar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta