Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til háskólanáms á Tævan

Umsóknarfrestur er til 13. mars 2007.

Styrkir til háskólanáms á Tævan. Ráðuneyti menntamála á Tævan hefur tilkynnt að það bjóði fram styrk handa Íslendingi til BA-, MA- eða doktorsnáms á Tævan. Styrkurinn er til allt að 5 ára, þar af 1 ár til náms í kínversku. Styrktímabilið er frá 1. september 2007. Einnig eru boðnir fram 2 styrkir til náms í kínversku við háskóla á Tævan námsárið 2007-2008, þ.e. frá 1. september 2007 til 31. ágúst 2008. Styrkirnir nema 25.000 NT á mánuði (jafnvirði um 50.000 ísl. kr.).

Umsóknum skal skila til menntamálaráðuneytis á sérstökum umsóknareyðublöðum, ásamt tilskildum fylgigögnum, fyrir 13. mars 2007.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru fáanleg í menntamálaráðuneytinu.

Upplýsingar er að finna á http://www.studyintaiwan.org og http://www.studyintaiwan.org/taiwan-scholarship/taiwan_scholarship.htm



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta