Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Fundur Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Mahmoud Ali Youssouf, utanríkisráðherra Djibútí

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Mahmoud Ali Youssouf utanríkisráðherra Djibútí.
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Mahmoud Ali Youssouf, utanríkisráðherra Djibútí.

Nr. 21/2007

FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fundaði í dag með Mahmoud Ali Youssouf utanríkisráðherra Djibútí. Meðal umræðuefna voru ástand mála í Sómalíu og Erítreu, mannréttindamál og þá sérstaklega staða kvenna og barna í Djibútí og aðgerðir ríkisstjórnarinnar þarlendis til að útrýma fátækt. Jafnframt ræddu þau framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, orkumál og möguleika landsins til að nýta jarðvarma til orkuframleiðslu í samvinnu við íslenska aðila.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta