Fundur Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Mahmoud Ali Youssouf, utanríkisráðherra Djibútí
Nr. 21/2007
FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fundaði í dag með Mahmoud Ali Youssouf utanríkisráðherra Djibútí. Meðal umræðuefna voru ástand mála í Sómalíu og Erítreu, mannréttindamál og þá sérstaklega staða kvenna og barna í Djibútí og aðgerðir ríkisstjórnarinnar þarlendis til að útrýma fátækt. Jafnframt ræddu þau framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, orkumál og möguleika landsins til að nýta jarðvarma til orkuframleiðslu í samvinnu við íslenska aðila.