Ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Íslandi af Norðurlöndunum
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 15. febrúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Samkvæmt nýjustu útgáfu NOSOSKO (Nordisk Socialstatistisk Komité 27:2006) eru ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Íslandi af Norðurlöndunum.
Í mælikvarðanum eru teknar allar lífeyrisgreiðslur á mann, bæði frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Í samanburðinum er ellilífeyrir á Norðurlöndunum í kaupmáttarleiðréttum evrum þ.e. tekið er tillit til verðlags í hverju landi. Tölurnar miðast við mánaðargreiðslur og eiga við um árið 2004. Það ber þó að taka fram að tölur NOSOSKO byggjast á meðaltölum og getur ellilífeyrir innan hópsins verið misjafn.
Eins og sést á myndinni eru ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Íslandi, nokkru hærri en hjá Norðmönnum sem koma næstir.