Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Heimsókn utanríkisráðherra til Úganda og Suður-Afríku


Nr. 23/2007

FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur í dag af stað til Úganda þar sem hún mun hitta þarlenda ráðamenn og kynna sér starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í landinu. Einnig mun hún, á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna (WFP), heimsækja flóttamannabúðir í Pader héraði í Norður-Úganda, en íslensk stjórnvöld styðja þar skólamáltíðaverkefni á vegum samtakanna.

Frá Úganda heldur utanríkisráðherra til Suður-Afríku þar sem hún fer fyrir viðskiptasendinefnd á vegum Útflutningsráðs til Jóhannesarborgar og Höfðaborgar. Jafnframt mun utanríkisráðherra eiga fundi með þarlendum ráðamönnum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta