Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Íbúðafjárfesting árið 2006 meiri en talið var

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 15. febrúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Af nýrri samantekt Fasteignamats ríkisins á fjölda íbúða í byggingu árið 2006 má ráða að íbúðafjárfesting á síðasta ári var nokkru meiri en fyrri tölur gáfu tilefni til að ætla.

Um leið er einnig hægt að álykta að íbúðabyggingar hafi náð hámarki og séu í rénun, eins og spá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir.

Bygging íbúða á öllu landinu árin 2001-2006

Alls var byrjað að byggja 3.746 íbúðir á síðasta ári, sem er nokkru minna en árið 2005 þegar byggingaraldan stóð sem hæst, en þá var hafin bygging á 4.393 íbúðum. Samdrátturinn milli 2005 og 2006 nemur um 15% eftir nær 60% aukningu árið á undan sem er í samræmi við aðrar upplýsingar um að þensla á fasteignamarkaði fari minnkandi.

Fjöldi fullgerðra íbúða sveiflast ekki nærri eins mikið. Hann jókst úr 3.106 2005 í 3.294 íbúðir 2006 eða um 6%. Árið 2004 var lokið við 2.355 íbúðir, þannig að aukningin 2004 til 2005 nam 32%. Þar sem fjöldi byrjaðra íbúða árin 2005 og 2006 er mun meiri en fjöldi fullgerðra íbúða hefur fjöldi íbúða í byggingu í árslok aukist úr 4.692 íbúðum í árslok 2005 í 5.144 íbúðir í lok síðasta árs. Tölur þessar benda til að janúarspá fjármálaráðuneytis um 11% aukningu íbúðafjárfestingar árið 2006 reynist of lág.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta