Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Stefnumörkunarnefnd ráðherranefndar Evrópuráðsins


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 025

Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, hefur verið skipaður formaður í stefnumörkunarnefnd ráðherranefndar Evrópuráðins. Skipun þessi fór fram samkvæmt ósk fastafulltrúa San Marínó sem nú gegnir formennsku í Evrópuráðinu.

Fulltrúar 46 aðildarríkja eiga sæti í stefnumörkunarnefndinni og er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur að sér formennsku hennar. Meðal helstu verkefna nefndarinnar er að forgangsraða öllum verkefnum á vegum Evrópuráðsins og leggja þar með línurnar að megináherslum ráðsins á næsta ári.

Stefnumörkunarnefndin starfar í nánu samráði við fjárlaganefnd ráðherranefndarinnar. Störf stefnumörkunarnefndarinnar snerta um þessar mundir sérstaklega þá miklu hagræðingarvinnu sem nú fer fram varðandi alla starfsemi Evrópuráðsins og kemur með beinum hætti að störfum ráðherranefndarinnar, Mannréttindadómstóls Evrópu og þing Evrópuráðsins, en allar þessar stofnanir falla undir sömu fjárlög.

Norðurlöndin öll og Eystrasaltsríkin hafa undanfarin ár lagt mikla áherslu á að það beri að straumlínulaga rekstur stofnana ráðsins og hagræða eins og unnt er í rekstri. Jafnframt að efla beri starfsemi Mannréttindadómstólsins enn frekar til að gera honum kleyft að takast á við sívaxandi málafjölda sem til hans er beint frá öllum aðildarríkjunum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta