Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Gerð alþjóðlegs samnings um bann við notkun á klasasprengjum

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 028

Á ráðstefnu um klasasprengjur sem lauk í Osló í dag samþykktu 46 ríki, þar á meðal Ísland, yfirlýsingu þess efnis að vegna hinna alvarlegu afleiðinga sem klasasprengjur valda er nauðsynlegt að gripið sé til tafarlausra aðgerða. Stefnt er að því að árið 2008 verði gerður alþjóðlegur samningur sem kveður á um bann við notkun, framleiðslu, sölu og varðveislu klasasprengja. Ætlunin er að samningurinn feli einnig í sér áætlun um aðstoð við fórnarlömb klasasprengja, hreinsun á svæðum þar sem klasasprengjur er að finna og eyðingu birgða.

Mörg ríki og félagasamtök hafa lengi barist gegn notkun klasasprengja, sem bitna hvað verst á óbreyttum borgurum og þá sérstaklega á börnum. Klasasprengjur hafa verið notaðar í ríflega fjóra áratugi í 23 löndum. Yfir 70 ríki eiga klasasprengjur og 34 ríki framleiða slík vopn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta