Auglýsing um almennar kosningar til Alþingis
Með vísun til 45. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, sbr. 15. gr. stjórnskipunarlaga nr. 56 31. maí 1991, sbr. og 20. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24 16. maí 2000, er hér með ákveðið að almennar reglulegar kosningar til Alþingis skuli fram fara 12. maí 2007.
Þetta birtist hér með til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 22. febrúar 2007.
Fyrir hönd ráðherra
Þorsteinn Geirsson Hjalti Zóphóníasson