Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruviðskipti 2006 - meiri viðskiptahalli en áætlað var

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 22. febrúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Hagstofa Íslands kynnti í gær vöruskiptajöfnuð gagnvart útlöndum fyrir árið 2006. Vöruskiptahallinn var um 148,6 ma.kr. sem er tæplega 43 ma.kr. lakari niðurstaða en árið 2005.

Í vetrarskýrslu fjármálaráðuneytisins, sem kom út í janúar sl., var áætlað að vöruskiptahallinn hefði verið 125,7 ma.kr. á nýliðnu ári. Hér er um að ræða vanáætlun upp á tæplega 23 ma.kr. en um helmingur þessarar fjárhæðar er rakinn til vöruskipta með flugvélar.

Tölur um milliríkjaviðskipti með flugvélar hafa tekið miklum breytingum hjá Hagstofu Íslands frá síðustu birtingu þar til í gær. Sé aðeins horft til leiðréttingar á viðskiptum með flugvélar má búast við að viðskiptahallinn hafi verið um 23,5% af landsframleiðslu í stað 22,4% árið 2006 eins og niðurstaða vetrarskýrslunnar gaf til kynna.

Sé leiðrétt fyrir allri vanáætlun ráðuneytisins á vöruskiptahallanum má reikna með að viðskiptahallinn hafi verið um 24,5% árið 2006. Það skal undirstrikað að þessar tölur geta tekið breytingum þegar endanlegar tölur um þjónustu- og þáttatekjujöfnuð og landsframleiðslu liggja fyrir.

Fjármálaráðuneytið mun birta nýja þjóðhagsspá fyrir tímabilið 2008-2012 þann 24. apríl næstkomandi. Á sama tíma munu einnig liggja fyrir bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir þjóðhagsreikninga árið 2006.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta