Áætluð útgjaldajöfnunarframlög 2007
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur samþykkt að leggja til að áætlun um heildarúthlutun úgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2007, sbr. 13. gr. rgl. nr. 113/2003, nemi 3.700 milljónum króna.
Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndarinnar.
Framlögin verða greidd mánaðarlega, en 10 prósentum er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfé sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember.
Yfirlit yfir áætluð útgjaldajöfnunarframlög 2007