Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hækkun lánsfjárhlutfalls og lánsfjárhæðar Íbúðalánasjóðs

Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um lánshlutfall og fjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 540/2006. Breytingin felur í sér að lánshlutfall almennra lána Íbúðalánasjóðs hækkar úr 80 prósentum í 90 prósent og hámarksfjárhæð almennra lána hækkar úr 17 milljónum króna í 18 milljónir króna.

Lánshlutfallið og hámarksfjárhæðin eru færð í sama horf og þau voru áður en ríkisstjórnin greip til aðgerða í efnahagsmálum í lok júnímánaðar 2006.

Reglugerð þessi tekur gildi 1. mars 2007.


Tenging frá vef ráðuneytisinsReglugerð nr. 156/2007 um breytingu á reglugerð um lánshlutfall og fjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 540/2006

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta