Kaupmáttur lífeyrisgreiðslna eykst
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 22. febrúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun um lífeyrisgreiðslur á hvern örorkulífeyrisþega hafa greiðslurnar hækkað um 142% á tímabilinu frá 1995 til ársins 2006.
Þetta samsvarar um 61% kaupmáttaraukningu á greiðslum Tryggingastofnunar á því tímabili. Til samanburðar hefur kaupmáttur launa á umræddu tímabili aukist um 40%.
Ýmsar skýringar eru á hækkun greiðslna til örorkulífeyrisþega. Verulega hefur verið dregið úr tekjutengingu örorkulífeyrisgreiðslna, og sérstakar hækkanir á bótaflokka og tilkoma aldurstengdrar örorkuppbótar eru meðal annarra ástæðna fyrir hækkunum. Lífeyrisgreiðslurnar munu hækka enn frekar með þeim breytingum sem hafa tekið í gildi í ár, t.d. verður dregið enn frekar úr tekjutengingu.
Myndin sýnir þróun lífeyrisgreiðslna til örorkulífeyrisþega á mann í samanburði við þróun neysluverðsvísitölu.