Afhending trúnaðarbréfs
Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti í dag Ilham Aliev forseta Aserbaídsjan, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Aserbaídsjan með aðsetur í Moskvu. Í stuttu samtali við forsetann var rætt um tvíhliða samskipti Íslands og Aserbaídsjan, einkum á vettvangi alþjóðasamtaka, og möguleikana til að auka viðskipti landanna. Sendiherra átti einnig fundi med utanríkisráðherra Aserbaídsjan og öðrum embættismönnum. Til umræðu voru m.a. framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og almenn tengsl landanna.
Aserbaídsjan var sjálfstætt lýðveldi í tvö ár, frá 1918 til 1920, þegar það var innlimað i Sovétríkin. Það öðlaðist fyrst sjálfstæði á nýjan leik við hrun Sovétríkjanna árið 1991. Í landinu eru miklar olíulindir og olíuiðnaður mjög mikilvægur fyrir efnahagslíf þess. Þar eru einnig aðrar iðngreinar og töluverð landbúnaðarframleiðsla. Auk þess stunda Asserar fiskveiðar i Kaspíahafinu. Helsta útflutningsvara Íslands til Aserbaídsjan eru lyf.