Hoppa yfir valmynd
8. mars 2007 Utanríkisráðuneytið

Ísland tvöfaldar framlag til Flóttamannaaðstoðar S.þ. fyrir Palestínumenn (UNRWA)

Frá fundi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra UNRWA.
Frá fundi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra UNRWA.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 035

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Karen Koning AbuZayd, framkvæmdastjóra Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn (UNRWA). Á fundinum ræddu þær um málefni palestínskra flóttamanna, flóttamannabúðir sem stofnunin starfrækir og ástandið á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Utanríkisráðherra lýsti því yfir að íslensk stjórnvöld ætla að tvöfalda framlag Íslands til stofnunarinnar, þ.e. úr tæpum 7 milljónum króna í tæpar 14 milljónir fyrir árið 2007.

UNRWA var stofnað með ályktun Allsherjarþings S.þ. nr. 302 (IV) 8. desember 1949 til að aðstoða palestínska flóttamenn. Stofnunin starfar á Gaza, Vesturbakkanum, Líbanon, Jórdaníu og Sýrlandi þar sem hún aðstoðar flóttafólk og sér þeim fyrir menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegri aðstoð. Stofnunin veitir einnig neyðaraðstoð þegar aðstæður krefjast.

Palestínuflóttamenn sem eiga rétt á aðstoð UNRWA eru alls 4,3 milljónir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta