Hoppa yfir valmynd
8. mars 2007 Utanríkisráðuneytið

Samstarfssamningur við Landsnefnd UNIFEM

Undirritun samstarfssamnings við Landsnefnd UNIFEM.
Undirritun samstarfssamnings við Landsnefnd UNIFEM.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 034

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, mun í dag undirrita samstarfssamning við Landsnefnd UNIFEM í hátíðarsal Háskólans í Reykjavík.

Samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og Landsnefndar UNIFEM gildir í þrjú ár, frá 2007 til 2009. Landsnefndin styður og styrkir starfsemi UNIFEM í baráttunni fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna víða um heim, sérstaklega á sviði þróunarsamvinnu. Markmiðið með samningnum er m.a. að efla kynningu á hlutverki og starfsemi UNIFEM, stuðla að samþættingu jafnréttissjónarmiða í verkefnum á vegum íslenskra stjórnvalda og auka almennt samráð og samvinnu íslenskra stjórnvalda við UNIFEM. Rammasamningurinn gerir ráð fyrir fimm milljón króna fjárframlagi á ári frá utanríkisráðuneytinu til landsnefndar UNIFEM.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta