Fræðslufundaröð Sesseljuhúss og Landverndar
Sesseljuhús og Landvernd hafa sett saman fræðslufundaröð um umhverfismál. Boðið verður upp á sex fundi og munu tveir sérfræðingar flytja erindi á hverjum fundi og kynna þar sitt hvort sjónarhornið á umfjöllunarefnið. Umhverfisráðuneytið er helsti styrktaraðili Sesseljuhúss.
Fyrsti fræðslufundurinn fer fram miðvikudaginn 14. mars í Sesseljuhúsi. Þar munu Ingibjörg Björnsdóttir frá Landvernd og Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, fjalla um loftslagsbreytingar. Hér má lesa frekar um fyrsta fundinn og hér má lesa um fundaröðina í heild sinni.