Hoppa yfir valmynd
19. mars 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aðalnámskrár grunnskóla: hönnun og smíði, lífsleikni, upplýsinga- og tæknimennt

Vísað er til dreifibréfs menntamálaráðuneytisins, dags. 22. desember 2006, varðandi breytingar á grunnskólalögum og endurskoðun á almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla frá 1999.

Til grunnskóla, sveitarfélaga, skólaskrifstofa
og ýmissa hagsmunaaðila

Vísað er til dreifibréfs menntamálaráðuneytisins, dags. 22. desember 2006, varðandi breytingar á grunnskólalögum og endurskoðun á almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla frá 1999.

Með bréfi þessu vekur ráðuneytið athygli á að þrjár greinanámskrár hafa verið gefnar út á rafrænu formi á námskrárvef ráðuneytisins. Þær eru:
Aðalnámskrá grunnskóla - hönnun og smíði
Aðalnámskrá grunnskóla - lífsleikni
Aðalnámskrá grunnskóla - upplýsinga- og tæknimennt

Breytingar á námskránum taka mið af þróun skólastarfs undanfarin ár.
Vakin er athygli á því að hönnun og smíði er ný námskrá en við útgáfu aðalnámskráa grunnskóla á árinu 1999 var námsgreinin felld inn í námskrána upplýsinga- og tæknimennt.

Í auglýsingu um gildistöku aðalnámskrár grunnskóla kemur fram að námskrárnar komi til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2007-2008 eftir því sem við verður komið og skulu að fullu vera komnar til framkvæmda eigi síðar en að þremur árum liðnum frá gildistöku. Jafnframt fellur aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 úr gildi.

Menntamálaráðuneytið væntir þess að þessum upplýsingum verði komið á framfæri þar sem það á við.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta